Hagnaður General Motor, stærsta bílaframleiðanda heims, minnkaði um 38% á 2. ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 1,85 milljörðum dala, um 230 milljörðum króna. Velta samstæðunnar dróst saman um 4,5%.

GM seldi 2,39 milljónir bíla á tímabilinu og var Chevrolet söluhæstur að venju. Er það 3% aukning milli ára. Til samanburðar seldi Toyota, annar stærsti bílaframleiðandi heims, 2,27 milljónir bíla á tímabilinu.

Bílasala GM gekk vel í Bandaríkjunum og jókst um 4,5%. Gera áætlanir GM ráð fyrir sterkri sölu áfram í Bandaríkjunum.

Tap fyrir skatta og vaxtakostnað í Evrópu nam 361 milljóna dala. Er það 463 milljónum dala verri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Hins vegar gerðu áætlanir GM ráð fyrir 440 milljón dala tapi. Salan í Evrópu minnkaði um 29% milli ára. Hins vegar tókst GM að halda verðum óbreyttum sem kemur sérfræðingum mjög á óvart þar sem samkeppnin í gríðarlega hörð.

Helsta vörumerki GM í Evrópu er þýski Opel. Forsvarsmenn GM segja ástandið áfram dökktí Evrópu.

Aðrir markaðir valda einnig áhyggjum. Söluaukningin í Kína er minni er ráð var gert.