Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs jókst um um 58% á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tímabil fyrir ári. Frá þessu segir fréttaveitan Reuters.

Þessi mikli hagnaður stafar aðallega af auknum umsvifum bankans á mörkuðum á tímabilinu. Á tímabilinu hagnaðist bankinn um 2,1 milljarð dollara samanborið við 1,33 milljarða fyrir sama tímabil á seinasta ári.

Helstu viðskiptabankar Bandaríkjanna, JPMorgan Chase & Co, Citigroup Inc og Bank of America, hafa hagnast meira á viðskiptum á markaði. Viðskiptablaðið hefur áður tekið fyrir fjórðungsuppgjör Bank of America, en hagnaður BoA jókst um 7%.