Ársreikningur Haga fyrir fyrstu fyrstu níu mánuði reikningsársins var samþykktur af stjórn félagsins eftir lokun markaða í gær. Tímabilið nær frá 1. mars til 30. nóvember 2015. Hagnaður félagsins á tímabilinu nam 2.831 milljónum króna, eða 5% af veltu.

Vörusala á tímabilinu nam 57.177 milljónum króna og hækkaði um rúmlega 400 milljónir, eða 0,7%. Framlegð félagsins var 13.985 milljónir króna eða 24,5%, samanborið við 24,1% á fyrra ári. Rekstarkostnaður í heild hækkar um 393 milljónir, eða 4,1% á milli ára, og er það 95 milljónum umfram framlegðaraukningu á tímabilinu.

EBITDA félagsins nam 4.141 milljónum króna, samanborið við 4.186 milljónum króna árið áður. EBITDA framlegð var 7,2%, en var 7,4% árið áður. Hagnaður félagsins fyrir skatta var 3.539 milljónir og lækkar um 21 milljón milli ára. Hagnaður eftir skatta var 2.831 milljónir króna á tímabilinu, en árið áður var hann 17 milljónum króna hærri.

Eigið fé félagsins var 15.604 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 52,5%. Heildarskuldir voru 14.124 milljónir króna.