Hagnaður H.F. Verðbréfa nam 50 milljónum króna árið 2014 og lækkaði um 7 milljónir milli ára. Hagnaður á hverja krónu hlutafjár nam 6,15 krónum á árinu samanborið við 7,01 árið 2013.

Hreinar tekjur námu 406 milljónum króna samanborið við 369 milljónir árið 2013. Rekstrarkostnaður fyrirtækisins lækkaði milli ára. Handbært fé frá rekstri jókst umtalsvert frá 42 milljónum króna árið 2013 í 122 milljónir árið 2014.

Eigið fé fyrirtækisins lækkaði milli ára og skuldir hækkuðu. Eigið fé og skuldir námu samtals í árslok 2014 273 milljónum króna samanborið við 282 milljónir árið 2013. H.F.

Verðbréf veita þjónustu á sviði verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráðgjafar. Daði Kristjánsson er framkvæmdastjóri H.F. Verðbréfa.