*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 4. september 2018 08:30

Hagnaður Lyf og heilsu jókst um 16%

Lyfjaverslunin Lyf og heilsa hagnaðist um 283 milljónir á síðasta ári en hagnaðurinn jókst um 16% milli ára.

Ritstjórn
Karl Wernersson, fyrrum eigandi Lyf og heilsu.
Haraldur Guðjónsson

Lyfjaverslunin Lyf og heilsa hagnaðist um 283 milljónir á síðasta ári en hagnaðurinn jókst um 16% milli ára. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu

Rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir nam 604,5 milljónum króna árið 2017 en var 535,2 milljónir árið á undan. 

Eignir fyrirtækisins í árslok á síðasta ári námu 3,9 milljörðum króna en eigið fé nam 803,5 milljónum króna. Eiginfjárhlutfallið var 20,4% í árslok 2017. 

Heildarskuldir félagsins námu 3,1 milljarði króna í árslok 2017 en í árslok 2016 voru þær 2,7 milljarðar króna. 

Eignarhaldsfélagið Faxar ehf. á 99,56% hlut í fyrirtækinu en Toska ehf. fermeð 0,44% hlut. Bæði félög eru í eigu Jóns Hilmars Karlssonar en hann er sonur Karls Wernerssonar, fyrrum eiganda fyrirtækisins.

Félagið hyggst greiða 100 milljóna króna hagnað til hluthafa fyrirtækisins er fram kemur í ársreikningi þess.