MP banki tapaði 5,3 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Það er töluverð breyting frá sama tíma árið 2012 þegar bankinn hagnaðist um 96,5 milljónir. Fyrsti ársfjórðungur í ár var sá besti í sögu bankans og hagnaður nam þá 465 milljónum.

Vaxtatekjur lækkuðu um 63,5 milljónir króna og stjórnunarkostnaður jókst um tæpar 90 milljónir á öðrum ársfjórðungi. Á móti hækkuðu þóknanatekjur bankans um 140 milljónir.

Eiginfjárhlutfall var 12,9% en lágmarkskröfur sem settar eru um eiginfjárhlutfall er 8,0 prósent.

VB Sjónvarp ræddi við Sigurð Atla Jónsson, forstjóra MP banka.