*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Innlent 17. júní 2019 12:01

Hagnaður Norðurorku eykst

Norðurorka hagnaðist um 559 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 498 milljóna króna hagnað árið áður.

Ritstjórn
Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku.
Haraldur Guðjónsson

Norðurorka hagnaðist um 559 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 498 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 3,8 milljörðum króna. Eignir námu 18,7 milljörðum króna í árslok 2018 og eigið fé félagsins nam 12,1 milljarði króna.

Laun og launatengd gjöld námu 617 milljónum króna og var fjöldi ársverka hjá fyrirtækinu í fyrra 68,5. Helgi Jóhannesson er forstjóri félagsins, en Akureyrarkaupstaður á 98,27% hlut í félaginu.

Stikkorð: Norðurorka uppgjör