

Reginn skilaði 67 milljón króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins sem er lækkun um ríflega 1,3 milljarða frá sama tíma fyrir ári þegar hagnaður félagsins nam rétt tæplega 1,4 milljarði króna. Tekjur félagsins drógust saman um 0,4% milli ára, úr 2.450 milljónum í 2.441 milljón króna, meðan rekstrargjöldin jukust um 14,6%, úr 691 milljón króna í 792 milljónir króna.
Rekstrarhagnaður félagsins fyrir matsbreytingu nam því ríflega 1,6 milljarði króna, sem er lækkun um 6,3% frá árinu áður þegar hann var tæplega 1,8 milljarði króna. Matsbreytingin á tímabilinu í ár var til hækkunar um 109 milljónir króna meðan hækkunin nam tæplega 1,1 milljarði króna fyrir ári.
Í rekstrarhagnaðinn, EBIT, nú bættist hins vegar 133 milljóna króna söluhagnaður fjárfestingareigna, svo hann dróst saman um þrijung, úr ríflega 2,8 milljörðum í tæplega 1,9 milljarða króna.
Eigið fé félagsins dróst saman um 1,9%, úr 46 milljörðum í 45,2 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins, meðan skuldirnar jukust um 5,4%, úr 98,6 milljörðum króna í 104 milljarða króna. Þar með jukust eignirnar um 3,1%, úr 144,7 milljörðum króna í 149,1 milljarð á tímabilinu, og eiginfjárhlutfallið lækkaði þar með um 1,5%, úr 31,8% í 30,3%.
Ef horft er til fyrstu níu mánaðanna gildir: