Suður-kóreski tæknirisinn Samsung spáir því að rekstrarhagnaður fyrirtækisins muni nema um 5,5 milljörðum Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi 2015, en BBC News greinir frá þessu.

Tölurnar eru betri en væntingar sérfræðingar stóðu til um en þýða samt sem áður að hagnaður fyrirtækisins mun dragast saman um 30% frá sama tímabili á síðasta ári.

Snjallsímadeild fyrirtækisins, sem er stærsti hluti þess, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og orðið undir í samkeppni við Apple og Xiaomi. Þessi spá gefur hins vegar til kynna að fyrirtækið sé aftur að ná sér á strik.

Samsung mun birta árshlutauppgjör sitt síðar í þessum mánuði.