Exxon Mobil, stærsta olíufyrirtæki heims á hlutabréfamarkaði, hagnaðist minna en búist var við á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hagnaður fyrirtækisins hljóðaði upp á rúmlega 9 milljarða dollara sem er 7% minna en á sama tíma í fyrra.

Hagnaður á hlut var 2,09 dollarar sem er meira en greinendur bjuggust við en það var um 1,95 dollara hagnaður á hlut.

Tekjur fyrirtækisins lækkuðu um 8% í um 115 milljarða dollara sem er 3 milljörðum betra en greinendur gerðu ráð fyrir.

Hagkerfi heimsins er enn veikt og er minni eftirspurn eftir öllu frá bensíni til flugvélaeldsneytis.

Hlutabréf í Exxon hafa hækkað um 6% það sem af er ári.