Tekjur byggingaverktakafyrirtækisins ÞG Verk námu 8,7 milljörðum króna í fyrra og jukust þær um 26% á milli ára.

Hagnaður ársins nam 112 milljónum króna sem er 60% minna en árið áður þegar hagnaður nam 289 milljónum króna. Skýrist minni hagnaður að miklu leyti af 100 milljóna króna niðurfærslu félagsins á eignarhlut þess í færeyska dótturfélaginu TG Verk. Eigið fé í árslok var 2,8 milljarðar króna.

Forstjóri og eigandi félagsins er Þorvaldur Gissurarson.