Hagnaður fjarskiptafyrirtækisins Vodafone nam 206 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 268% hækkun á milli ára en hagnaðurinn nam 56 milljónum króna á fyrri hluta síðasta árs.

Fram kemur í uppgjöri fyrirtækisins að tekjur námu 6,5 milljörðum króna sem er 5% hækkun frá sama tíma í fyrra.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.370 milljónum króna og er það 20% aukning frá í fyrra.

Fram kemur í uppgjörinu að afkoman skýrist af hagræðingu í rekstri, lægri kostnaði og auknum tekjum. Þá hafi viðskiptavinum fjölgað. Viðsnúningur var jafnframt í rekstri Vodafone í Færeyjum.

Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, er ánægður með uppgjörið, ekki síst sé þetta gott veganesti fyrir skráningu félagsins í Kauphöll undir lok árs.