*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 10. október 2018 11:52

Hagnast um 27 milljónir

Samfylkingin skilaði hagnaði í fyrra eftir taprekstur á árið á undan.

Ritstjórn
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður af rekstri Samfylkingarinnar nam 26,7 milljónum króna í fyrra samanborið við 28 milljóna króna tap árið 2016. Rekstratekjur námu tæpum 90 milljónum króna árið 2017 en voru tæplega 100 milljónir árið á undan.

Rekstrargjöld flokksins lækka töluvert á milli ára. Árið 2016 námu þau 128 milljónum króna en í fyrra voru þau 55 milljónir. Mestu munar um lækkun kostnaðarlið vegna kosninga. Kosningarnar árið 2016 kostuðu flokkinn 42 milljónir en kosningarnar í fyrra kostuðu 20 milljónir. Þá lækkar launakostnaður einnig töluvert eða úr tæpum 35 milljónum í 13.

Eignir Samfylkingarinnar námu 191 milljón um síðustu áramót samanborið við 168 milljónir ári áður. Skuldir Samfylkingarinnar námu 114 milljónum um áramótin samanborið við 129 milljónir í lok árs 2016. Eigið fé hækkar úr 38 milljónum í 77 á milli ára og handbært fé úr 13 milljónum í 36.

Í fyrra fékk Samfylkingin 23 milljóna framlag frá ríkissjóði samanborið við 48 milljónir árið 2016. Framlög einstaklinga til flokksins hækkuðu úr 13 milljónum í tæpar 16 á milli ára en framlög lögaðila lækkuðu úr 7,4 milljónum í 6,7.

„Þessi viðsnúningur á fjárhagsstöðu flokksins, úr algjörri nauðvörn í sókn, er aðeins hægt að þakka fólkinu sem gafst ekki upp, án þess hefði starfið koðnað niður og flokkurinn með," er haft eftir Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar í tilkynningu frá flokknum. „Það gerðist hins vegar ekki vegna þess fólks sem áfram trúði því að Samfylkingin væri góður farvegur til að vinna að betri heim fyrir alla. Þessu fólki vil ég þakka, það hefur gert okkur kleift að standa við skuldbindingar flokksins. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að sækja óhikað fram,” segir Logi.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is