Hagnaður kreditkortafyrirtækisins American Express dróst saman um 38% milli ára. Hagnaðurinn var 653 milljónir Bandaríkjadala á 2. ársfjórðungi, þ.e. 56 sent á hlut, en var á sama tíma í fyrra 1.057 Bandaríkjadalir, eða 88 sent á hlut.

Meðalspá greiningaraðila gerði ráð fyrir hagnaði upp á 83 sent á hlut og er afkoman því töluvert undir væntingum.

American Express er talið þjóna efnameiri viðskiptavinum en mörg önnur fyrirtæki, samkvæmt frétt Reuters, og því bera minni viðskipti félagsins þess vitni að samdráttur eigi sér stað á öllum stigum efnahagslífsins.