Hagnaður bresku verslunarkeðjunnar Arcadia Group, sem er í eigu Philip Green og Baugur reyndi að eignast hlut í um árið, dróst saman um 6,1% milli ára.

Þetta kemur fram á vef Retail Week í Bretlandi.

Hagnaður Arcadia dregst saman þrátt fyrir að verslanir innan keðjunnar, til að mynda Topshop, hafi átt sitt besta ár í langan tíma.

Sala Arcadia dróst saman um 0,6% milli ára en hagnaður félagsins eftir skatt var 275,3 milljónir punda.

Retail Week hefur eftir Green að verslanir á borð við Topshop, Topman og Miss Selfridge hafi gengið vel í ár en aðrar verslanir innan keðjunnar á borð við Wallis, Dorothy Perkins og Burton hafi gengið miður vel í ár.

Það sem af er ári hefur sala Arcadia einnig minnkað um 1,8%.