Hagnaður fyrir skatt 2.984 milljónir í samanburði við 342 milljónir króna á sama tímabili árið 2003. Hagnaður eftir skatt 2.472 milljón í samanburði við 279 milljónir króna. Arðsemi eiginfjár 63,4% sem jafngildir 84,7% arðsemi á ársgrundvelli.

Hagnaður af rekstri Fjárfestingarfélagsins Atorku hf., á tímabilinu nam 914 millj. kr. fyrir skatta. Reiknaðir skattar voru 162,9 millj. kr. Hagnaður tímabilsins eftir skatta nam 750,8 millj. kr.

Eigið fé 6.475 millj. kr.

Hlutafé félagsins var 2.226 millj. kr. í lok september 2004 samanborið við 2.255 í lok árs 2003. Eigið fé samtals nam 6.475 millj. kr. í lok september 2004, samanborið við 4.093 millj. kr. í lok árs 2003. Eignir félagsins námu 8.937 millj. kr. í lok september 2004 en voru 5.238 millj. kr. í lok árs 2003.

Skuldir félagsins í lok september námu 2.461 millj.kr. samanborið við 1.144 í lok árs 2003. Tekjuskattsskuldbinding Atorku var í lok júní 510 millj. kr. en var 0 kr. í byrjun ársins.

Eiginfjárhlutfall félagsins í lok mars 2004 var 72,5% samanborið við 78,1% í lok árs 2003. Atorka er með verulega fjárfestingargetu þar sem lánalínur félagsins eru að mestu ónýttar, einnig hefur félagið nýlokið 3.0 milljarða skuldabréfaútgáfu sem gefur félaginu aukin slagkraft.

Yfirtaka Atorku á Afli fjárfestingarfélagi

Yfirtökutilboð Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. til hluthafa í Afli fjárfestingarfélagi hf. rann út föstudaginn 8. október. Eignarhlutur Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. í Afli fjárfestingarfélagi er nú 98,71% af virku hlutafé. Greitt var fyrir hlutina með 500 m.kr. hlutafjáraukningu sem og með eigin bréfum Atorku. Þessi aðgerð kemur til með að skila aukningu í eigin fé upp á 2.340 m.kr. Hlutafjáraukninginn var skráð 13. október og kemur því ekki inn í níu mánaða uppgjör Atorku. Afl fjárfestingarfélag verður framvegis rekið sem dótturfélag Atorku. Í ársuppgjöri Atorku verður Afl tekið inn í samstæðuuppgjör félagsins.

Yfirtaka Atorku á Sæplasti

Yfirtökutilboð Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. til hluthafa í Sæplasti hf. rann út þriðjudaginn 26. október 2004. Eignarhlutur Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. í Sæplasti hf. er nú 99,06% af virku hlutafé í Sæplasti hf. Greitt var fyrir eignarhluti í Sæplasti með eigin hlutum í Atorku. Sæplast verður rekið sem sjálfstætt dótturfélag Atorku. Sæplast verður ekki tekið inn í samstæðuuppgjör Atorku þar sem fyrirtækið er í enduskipurlagningarferli. Markmið Atorku með yfirtöku á Sæplasti er að vinna að eflingu félagsins í gegnum hagræðingaraðgerðir en einnig er unnið að því að stækka félagið með innri og ytri vexti.