Hagnaður bandaríska símafyrirtækisins AT&T á fyrsta ársfjórðung nam 3,5 milljörðum Bandaríkjadala eða því sem nemur 261,2 milljörðum íslenskra króna. Hagnaður félagsins nam á sama tíma í fyrra 2,85 milljörðum dala. Það gerir 57 cent í hagnað á hvern hlut samanborið við 45 cent í fyrra.

Hagnaður AT&T eykst því um 57% á fyrsta ársfjórðungi og þá helst vegna aukinnar sölu á þráðlausum búnaði að sögn félagsins.

AT&T er helsti sölu- og þjónustuaðili fyrir hinn vinsæla síma iPhone og segir í tilkynningu frá félaginu að áskrifendum símafyrirtækisins hafi fjölgað um 1,3 milljón á fyrsta ársfjórðung.