Afkoma Bank of America á 2. ársfjórðungi var betri en búist var við fyrirfram. Hagnaður bankans dróst saman um 41% milli ára og var 3,41 milljarður Bandaríkjadala, þ.e. 72 sent á hlut, en var á sama tímabili í fyrra 5,76 milljarða Bandaríkjadala, eða 1,28 dalur á hlut.

Meðalspá greiningaraðila sem Reuters tók saman gerði ráð fyrri 48 senta hagnaði á hlut. Hlutabréf bankans hækkuðu um 11,3% í kjölfar tíðindanna.

Inni í tölunum er tap upp á 2,33 milljarða dala tengt yfirtöku á Countrywide Financial húsnæðislánasjóðsins.

Bank of America er næststærsti banki Bandaríkjanna, mælt í eignum.