*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 20. febrúar 2006 15:35

Hagnaður bankanna jókst um 3.600%

Ritstjórn

Hagnaður íslensku bankanna gríðarlega síðan 2001 og miklu meira en markaðsvirði þeirra segir í samantekt MP Fjárfestingabanka. Hagnaðurinn hefur aukist um rúmlega 3.600%. Þetta eru háar tölur og athyglisvert er að sjá hveru mikil aukning hefur orðið á hagnaði. Hagnaður bankanna hefur þannig aukist það mikið að árshagnaður þeirra á síðasta ári er að samsvara rúmlega heildarmarkaðsvirði þeirra eins og það var í lok ágúst árið 2001 segir í Molum MP Fjárfestingabanka.

Ef skoðað er tímabilið frá ársbyrjun 2000 til dagsins í dag þá náði Úrvalsvísitalan sínu lægsta gildi þann 24. ágúst 2001 þegar hún stóð í 988,6 stigum. Á þeim tíma var samanlagt markaðsvirði bankanna um 85 milljarðar kr. Nú um fjórum og hálfu ári síðar er gildi Úrvalsvísitölunnar 6.802,1 stig og hefur vísitalan þar með hækkað um tæplega 590%. Samanlagt markaðsvirði bankanna þriggja hefur einnig aukist gríðarlega en það hefur aukist um rúmlega 1.400% frá því í ágúst 2001 sem er mun meiri hækkun en á Úrvalsvísitölunni.