Hagnaður breska bankans Barclays nam 592 milljörðum króna á síðasta ári, samanborið við 447 milljarða árinu áður, eða 33% aukning. Bankinn sagði einnig að afskriftir vegna Barclaycard-starfseminnar í Bretlandi væru komnar yfir versta skeiðið. Hagnaður fjárfestingareiningar bankans, Barclays Capital jóks um 55% og nam 288 milljörðum króna, sem var talsvert yfir væntingum greiningaraðila.