Hagnaður veffyrirtækisins EBay jókst um 10% á þriðja ársfjórðungi, tekjur fyrirtækisins námu 280,9 milljónum bandaríkjadala (19,1 milljarða króna), samanborið við 255 milljónir dala (17,38 milljarðar króna) á sama tímabili í fyrra, segir í frétt Dow Jones.

Sala fyrirtækisins hefur aukist um 31% á tímabilinu og hafa tekjur rafgreiðslufyrirtækisins PayPal aukist um 41%.