Hagnaður Eglu hf. nam 17.094 milljónum króna á síðasta ári. Þar af eru 15.987 milljónir króna. vegna breytinga á óinnleystum tekjum segir í tilkynningu til kauphallarinnar. Innleystur gengishagnaður nam 1.106 milljóum króna. Hagnaður ársins 2005 nam 17.660 milljónum króna og dregst því hagnaður saman á milli ára.

Heildareignir Eglu í árslok eru bókfærðar á 75.143 milljónir króna og eigið fé félagsins 52.531 milljónir króna.

Eiginfjárhlutfall var 69,9% þann 31.desember 2006 en var 63% í upphafi árs. Langtímaskuldir í árslok námu 18.463.991 milljónum króna.

Á miðju árinu 2006 sameinuðust Egla hf. og Fjárfestingarfélagið Vending ehf. sem var eignarhaldsfélag um 34% eignarhlut í Alfesca. Félagið á eignarhluti í traustum fyrirtækjum og er búist við að þau skili Eglu góðri ávöxtun í framtíðinni segir í tilkynningu. Samstæðuársreikningur Eglu hf. samanstendur af móðurfélaginu Eglu hf. og dótturfélaginu Kjalar Holding B.V. sem er 100% í eigu Eglu hf. Einn eigandi er að Kjalari.

Egla átti 9,88% í Kaupþingi um síðustu áramót. 34,14% hlut í Alfesca og 0,83% í Exista.

Arðsemi eigin fjár var 95,0% á á árinu 2005. Eiginfjárhlutfall var 63,0% þann 31. desember 2005 en var 58% í upphafi árs.