Hagnaður Eikar fasteignafélags nam 582 milljónum króna árið 2006 samanborið við 757 milljónir króna árið 2005. Leigutekjur félagsins námu 1.181 milljón króna á árinu 2006, þar af voru tekjur tengdar erlendum myntum um 185 milljónir króna.

Fyrirtækið er alfarið í eigu Kaupþings.

Eigið fé nam 2.125 milljónum í lok árs 2006, samanborið við 1.646 milljónir í lok árs 2005.

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. staðfesti ársreikninginn þann 29. janúar 2007 og lagði til að greiddur yrði út einn milljarður króna í arð til hluthafa á árinu 2007.

Virðisútleiguhlutfall (e. economic vacancy ratio) fjárfestingareigna var 97,8% í lok ársins sem telst mjög gott. Flestar fasteignir félagsins eru í beinni eigu þess.

"Hvað varðar framtíðina þá eru horfur á leigumarkaði bjartar og búast má við að árið 2007 verði gott rekstrarár," segir í tilkynningu.