Mikið hefur verið rætt um þá „mjólkurkú“ sem Iceland-verslanakeðjan hefur verið eigendum sínum og það má visssulega til sanns vegar færa. Þó má ráða af nýlegu uppgjöri félagsins, sem það skilaði til ársreikningaskrárinnar í London og

Viðskiptablaðið hefur undir höndum, að aukinn rekstrar- og fjármagnskostnaður sé farinn að síga aðeins í, sem aftur leiddi til þess að hagnaður Iceland Foods Group Limited, eiganda Iceland-verslanakeðjunnar í Bretlandi, dróst umtalsvert saman á milli rekstraráranna 2007-2008 og 2006-2007 eða um 36% fyrir skatta.

Tekið skal fram að þrátt fyrir verri afkomu jókst bæði framlegð (35%) og EBITDA (28%) á milli rekstrarára en sem fyrr segir leiddi mikil aukning í rekstrar-/stjórnunarkostnaði svo og í fjármagnskostnaði til lakari afkomu fyrir skatta.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .