Hagnaður Íslenskra verðbréfa hf. nam 64 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Eignir í stýringu félagsins nema 110 milljörðum króna og hafa aukist um 27 milljarða á síðustu 12 mánuðum. Í tilkynningu frá félaginu segir að mikill vöxtur hafi verið á öllum sviðum eignastýringar, bæði hjá einstaklingum og fagfjárfestum. Viðskiptavinum félagsins fjölgaði umtalsvert á fyrri helmingi árs. Sævar Helgason, framkvæmdarstjóri Íslenskra verðbréfa, er ánægður með árangur á fyrri helmingi árs. „Íslensk verðbréf eru í dag elsta eignastýringarfyrirtæki landsins og byggja á yfir 20 ára reynslu af ávöxtun fjármuna á fjármálamarkaði“. Starfsmenn ÍV eru 23 talsins þar af starfa 3 á eignastýringarsviði í Reykjavík.