Hagnaður Kaupþings banka jókst um 69,5% á fyrsta fjórðungi ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra og er það mesti hagnaður í sögu bankans, segir í fréttatilkynningu.

Hagnaður bankans eftir skatta nam 18,8 milljörðum króna á tímabilinu og hækkar úr 11,1 milljarði á milli ári.

?Ég er ánægður með þetta uppgjör enda var methagnaður í fjórðungnum. Uppgjörið endurspeglar því vel traustar tekjustoðir bankans," sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans.

?Starfsemin utan Íslands er í mikilli sókn og staða okkar í Norður-Evrópu er sífellt að styrkjast," sagði Hreiðar Már.

Hagnaður á hlut á fyrst ársfjórðungi nam 28,3 krónm en var 17,0 krónur á sama tímabili í fyrra. Hreinar vaxtatekjur jukust um 48,% í 10,5 milljarðar króna og rekstrartekjur um 59,9% í 35,5 milljarða króna.

Rekstrarkostnaður jókst hins vegar verulega, eða um 79,3%, í 12,6 milljarða króna. Heildareignir jukust um 7% á föstu gengi og voru 3.071 milljarðar króna í lok mars.

Stefnt er að því að greiða út eignarhlut bankans í Exista með aukaarðgreiðslu á þessu ári.