Hagnaður fasteignafélagsins Landsafls á árinu 2005 hækkaði í 1,67 milljarða króna úr rétt rúmlega milljarði króna á sama tímabili árið 2004, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 626 milljónum króna, samanborið við 560 milljónir króna árið áður, segir í tilkynningunni.
Afkoma ársins er viðunandi að mati stjórnenda Landsafls.

?Horfur í rekstri félagsins á árinu 2006 eru ágætar. Endanleg niðurstaða mun þó meðal annars ráðast af skilyrðum á fjármagnsmörkuðum og gengisskráningu íslensku krónunnar. Markmið eiganda félagsins á árinu 2006 er að stækka og efla það til muna," segir í fréttatilkynningu.

Samkvæmt efnahagsreikningi í árslok 2005 námu heildareignir félagsins 14,42 milljörðum króna og bókfært eigið fé nam 4.8 milljörðum er og eiginfjárhlutfall því 33%. Skuldabréfaflokkar Landsafls. samtals að fjárhæð 1,995 milljarðar króna eru skráðir í Kauphöll Íslands.