Hagnaður GlaxoSmithKline Plc, stærsta lyfjaframleiðanda í Evrópu, dróst saman um 5.8% á þriðja ársfjórðungi í kjölfar minnkandi sölu á Avandia töflum fyrir sykursjúka og asmalyfinu Advair. Talsmaður Glaxo segir að fyrirtækið ætli að mæta minnkandi sölu með því að draga úr framleiðslu lyfjanna, fækka starfsfólki og draga úr rannsóknum og með því móti spara 700 milljón pund. Avandia var önnur söluhæsta var Glaxo á síðasta ári en salan hefur dregist saman um 38% á heimsvísu með tilkomu nýrra lyfja frá samkeppnisaðilum á lyfjamarkaði.