Hagnaður bresku verslunarkeðjunnar Marks & Spencer fyrstu nýju mánuði ársins nam 297,8 milljón breskra punda fyrir skatta og fjármálaliði samanborið við hagnað upp á tæpa 452 milljónir á sama tíma í fyrra.

Hagnaður félagsins hefur því dregist saman um 34,1% milli ára.

Þetta kemur fram á vef RetailWeek.

Í uppgjörstilkynningu frá félagin kemur fram að rekja megi minnkandi hagnað til þeirra erfiðleika sem nú steðja að á fjármálamörkuðum sem hafa meðal annars gert það að verkum að einkaneysla hefur dregist saman.

Tekjur félagsins innan Bretlands hafa dregist saman um 1,1% á meðan tekjur þess utan Bretlands hafa aukist um 23,9%.

Í tilkynningunni kemur fram að Marks & Spencer horfa fram á eitt erfiðasta tímabil í sögu félagsins þar sem aðstæður til smásölu hafi stórversnað á skömmum tíma.