Hagnaður aðalsjóðs Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2007 nam rúmum 400 milljónum króna sem er um 50% betri afkoma en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir.

Svipaða sögu er að segja um samstæðureikning bæjarins þar sem rekstrarniðurstaða er rúmlega 70% hærri en gert var ráð fyrir og nám um 300 milljónum króna á síðasta ári, segir í fréttatilkynningu.

Tekjur ársins jukust þannig verulega umfram forsendur fjárhagsáætlunar eða um 8% skýrist annars vegar af aukningu hefðbundinna tekna þrátt fyrir lækkun útsvars og fasteignaskatta og meiri fjármagnstekjum af innistæðum sveitarfélagsins en ráð var fyrir gert.

Jafnframt er rétt að ítreka að skattgreiðendum, segir í fréttatilkynningunni, á Seltjarnarnesi er hlíft við á þriðja hundrað milljónum króna árlega með lægst álögum á höfuðborgarsvæðinu og þannig sparast hverju heimili hundruð þúsunda króna í opinberum gjöldum á við það sem gerist annarsstaðar.

Slíkt kemur öllum Seltirningum til góða og á stóran þátt í að gera Seltjarnarnes að eftirsóknarverðu og fjölskylduvænu bæjarfélagi.