Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga nam 822 milljónum króna á fyrri árshelmingi, samanborið við 217 milljón króna hagnað á sama tímabili á árinu 2006.

Árshlutauppgjör er nú í fyrsta sinn byggt á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS). Við innleiðingu staðlanna hækkaði eigið fé sjóðsins um 512 milljónir króna. Samanburðarfjárhæðum vegna ársins 2006 hefur verið breytt til samræmis við nýjar reikningsskilareglur.

Arðsemi eigin fjár var 84,0% samanborið við 37,7% arðsemi á sama tímabili á árinu 2006.

Hreinar vaxtatekjur lækka um 2 milljónir króna frá fyrra ári og nema nú 104 milljónir króna.

Hreinar rekstrartekjur námu 1.323 milljónum króna og hækka um 786 milljónir króna frá fyrra ári.

Rekstrarkostnaður á tímabilinu nemur 232 milljónum króna og hækkar um 32 milljónir króna frá fyrra ári.

Virðisrýrnun útlána nam 101 milljón króna og hækkar um 19 milljónir króna frá fyrra ári.

Heildareignir námu 11.546 milljónir króna og hafa aukist um 13% frá árslokum 2006.

Útlán til viðskiptamanna námu 7.035 milljónum krópna og hafa aukist um 4% á árinu.

Innlán námu 5.333 milljónir króna og jukust um 6% á tímabilinu.

Eigið fé nam 3.115 milljónum króna í lok tímabilsins og eykst um 34% á tímabilinu.

Eiginfjárhlutfall sjóðsins í lok júní var 14,0% en það var 12,0% í árslok 2006.