Hagnaður bandarísku stórverslunarkeðjunnar Wal-Mart dróst saman um 8% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs (fjárhagsdagatali Wal-Mart lýkur reyndar í janúar) og nam 3,8 milljörðum Bandaríkjadala eða því sem nemur 96 centum á hvern hlut, samanborið við 4,1 milljarða dala hagnað á sama tíma árið áður eða því sem nemur 1,02 dölum á hvern hlut.

Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu frá félaginu í dag en í frétt Reuters fréttastofunnar kemur fram að hagnaðurinn er þó umfram væntingar greiningaraðila sem höfðu búist við því að hagnaðurinn myndi dragast saman um allt að 10-12%.

Þá jókst sala keðjunnar um 1,8% á tímabilinu og nam um 108 milljörðum dala.

Í frétt Reuters kemur fram að hækkandi gengi dollarans komi niður á hagnaði keðjunnar erlendis frá sem dróst saman um 8%. Auk var jólaverslunin ekki verið jafn góð og búist var við en félagið eyddu talsverðu fjármangi í auglýsingar og markaðssetningu á síðustu mánuðum ársins.

Þá nam kostnaður Wal-Mart vegna málaferla á tímabilinu alls um 255 milljónum dala.