Ferðaskrifstofan Kilroy hagnaðist um átta milljónir danskra króna, jafnvirði um 150 milljóna íslenskra króna árið 2019 miðað við einnar milljónar danskra króna hagnað árið 2018. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega 1,7 milljörðum danskra króna, jafnvirði um 31 milljarðs íslenskra króna.

Í ársreikningi félagsins segir að hrina afbókana og endurgreiðslukrafa hafi skollið á félaginu sem sé án hliðstæðu vegna ferðatakmarkana í heimsfaraldrinum.

Kilroy er að mestu í eigu viðskiptafélaganna Þóris Kjartanssonar og Arnars Þórissonar.