Landsframleiðsla jókst um 4,5% að raungildi á fyrstu níu mánuðum ársins, miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2014.

Á sama tíam jukust þjóðarútgjöld, samtala neyslu og fjárfestingar, um 6,2%. Einkaneysla jókst um 4,4%, samneysla um 0,9% og fjárfesting um 15,8%. Útflutningur jókst á tímabilinu um 7,4% og innflutningur um 10,9%

Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2015, án árstíðaleiðréttingar, jókst um 2,6% frá sama ársfjórðungi fyrra árs en árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 0,7% frá 2. ársfjórðungi 2015.