Hagvöxtur á ársgrundvelli mældist 6% á þriðja ársfjórðungi í Japan. Þetta er fyrsti vöxtur hagkerfisins sem mælist þar í landi í um eitt ár, samkvæmt hagstofu landsins. Þetta er í takti við væntingar, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Almennt er þó búist við að draga muni úr hagvexti eftir því sem líður á árið og muni hann nema 2,1% á ársgrundvelli.

Bloomberg-hefur eftir sérfræðingum að aukinn hagvöxtur skrifist á aukna framleiðslu hjá bílarisanum Toyota, sem hafi náð sér á strik eftir náttúruhamfarirnar í vor. Skuldakreppan á evrusvæðinu, minni eftirspurn þar, og flóðin í Taílandi eru talin hafa mest um það að segja að hagvöxtur dregst saman á ný.

Bankastjórn japanska seðlabankans fundar um vaxtastefnu landsins á morgun. Meðalspá hagfræðinga Bloomberg hljóðar upp á óbreytta stýrivexti.