Útlit er fyrir að hagvöxtur í ár verði rúmlega 1%. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem vísað var í orð Ingólfs Benders, forstöðumanns Greiningar Íslandsbanka. Gangi þetta eftir er það í takti við svartsýnustu spár sem greiningaraðilar hafa birt.

Seðlabankinn var ekki eins svartsýnn í maí síðastliðnum , þegar Peningamál komu út. Þá var gert ráð fyrir að hagvöxtur yrði 1,8. Peningamál koma að nýju út í næstu viku.

Ingólfur Bender segir að ástæður fyrir minni hagvexti sé að álútflutningurinn hafi verið að dragast saman. Þá sé einnig samdráttur í útflutningi á almennum iðnaði.