Hagvöxtur mældist 2,6% í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er 0,2 prósentustigum umfram væntingar, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins, sem birtar voru í dag. Þetta er talsverður samdráttur á milli fjórðunga en hagvöxturinn mældist 4,1% á þriðja ársfjórðungi.

Vöxtur í einkaneyslu upp á 3,3% á ársgrundvelli skilaði því að hagvöxtur var umfram væntingar, að því er fram kemur í umfjöllun bandaríska tímaritsins Forbes .