Hall­dór Hall­dórs­son var end­ur­kjör­inn formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga á landsþingi þess sem haldið var á Ak­ur­eyri. Þinginu lauk rétt fyrir hádegi.

Stjórn sambandsins er skipuð ellefu aðalmönnum. Við kjör í stjórn er landinu skipt upp í fimm kjörsvæði sem taka mið af skiptingu landsins í kjördæmi vegna Alþingiskosninga með þeirri undantekningu að Reykjavík er eitt kjörsvæði.

Halldór Halldórsson hefur verið formaður sambandsins frá árinu 2006.