Már Guðmundsson seðlabankastjóri er með einstaklega þægilegt útlit fyrir skopteiknara. „Ég kann mjög vel við hann og þakka þeim sem réðu hann fyrir að taka tillit til þess,“ segir skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson.

Halldór fer yfir ferilinn og skopmyndagerðina í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Þar segir hann m.a. frá því hverja hann hafi teiknað oftast og tekur fram að erfiðast sé að teikna alla þá sem sitji í borgastjórn.

„Það er leiðinlegra að teikna þá og það hlýtur að vera eitthvað við borgarmálin sem smitast yfir á smettin á þessu fólki. Gísli Marteinn er undanþeginn. Hann er fínn og mætti hafa sig meira í frammi svo ég geti teiknað hann meira. Hann Birna er alveg vonlaus og Dagur B. Eggertsson líka. Ég skil ekki af hverju ég á erfitt með að ná honum. Jón Gnarr er líka erfiður. Það er eitthvað ófyndið við að teikna húmorista. Svo eru borgarmálin bara ekkert skemmtilegt,“ segir Halldór.

Ítarlegt viðtal er við Halldór í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Á meðal efnis í blaðinu er :

  • Primera Air hagnast þrátt fyrir hærra olíuverð
  • Eftirlitsstofnun EFTA gagnrýnir skattheimtuna hér
  • Stjórnarmenn eru sáttir við kynjahlutföllin
  • Kaupgleði landans glæðist
  • Tannlæknavakt opnar eftir áramótin
  • Hvað vill veiðimaðurinn í jólagjöf?
  • Skiptastjóri við einbýlishús Sigurðar Hilmars Ólasonar
  • Nærmynd af Kára Stefánssyni
  • Óðinn skrifar um jólasveinahagfræðina
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar upphlaup á Alþingi
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira