Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis leggur til að  hámarkslánstími lána hjá Íbúðalánasjóði verði færður í 70 ár. Samkvæmt núgildandi lögum má hámarkslánstími hvers láns ekki vera lengri en 55 ár.

Félagsmálaráðherra lagði fyrir skömmu fram á Alþingi frumvarp sem ætlað er að rýmka heimildir og fjölga úrræðum sem Íbúðalánasjóður hefur til að koma til móts við lántakendur sem lenda í greiðsluvanda.

Félags- og tryggingamálanefnd þingsins kveðst í umsögn sinni um frumvarpið mæla með samþykkt þess. Nefndin leggur þó til þær breytingar, eins og áður sagði, að hámarkslánstími lána verði verður í 70 ár.

„Þar sem það getur skipt einstaklinga sköpum í því efnahagsástandi sem nú ríkir að geta lengt í lánum sínum og með því lækkað greiðslubyrði leggur nefndin til að hámarkslánstími lána hjá sjóðnum verði færður í 70 ár," segir meðal annars í rökstuðningi nefndarinnar.

Umsögn nefndarinnar má finna hér.