Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, telur rétt að breyta lögum á Alþingi verði úrskurður Samkeppniseftirlitsins gegn MS staðfestur. Leggur hún þó áherslu á að úrskurðinum hafi verið áfrýjað og endanleg niðurstaða sé ekki fengin í málinu. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að brot MS bitni á neytendum og það tengist mikilvægum neysluvörum. „Ég held að það sé alveg ljóst, ef þetta reynist rétt og að niðurstaða málsins verði eins og Samkeppniseftirlitið úrskurðar, að þingið taki þetta til meðferðar og breyti því sem verði að breyta,“ segir Hanna Birna í samtali við Fréttablaðið. Segir hún jafnframt að það skipti máli að sú vernd sem MS býr við komi ekki niður á neytendum.