Hanna Kristín Skaftadóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri (CFO) Skema. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að þetta sé liður í erlendri markaðssókn og áframhaldandi vexti félagsins.

Hanna Kristín er með M.Sc. gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún stundaði einnig hluta náms við Stanford háskóla í þroskasálfræði og tungumálafræðum.

Hanna hefur frá árinu 2013 byggt upp MiMi Creations, ásamt Hjalta Kr. Melsted, en hún var framkvæmdastjóri félagsins. Fyrir það starfaði hún hjá KPMG á endurskoðunarsviði.

Undanfarið hefur Hanna verið í samstarfi við Rakel Sölvadóttur, stofnanda Skema, við að gagnvirkt leikja- og kennsluefni til málörvunar fyrir ung börn þar sem notast er við jafningjakennsluaðferðafræði Skema.