*

laugardagur, 16. október 2021
Fólk 24. september 2021 12:01

Hannes nýr formaður FF

Hannes Steindórsson var kjörinn formaður Félags fasteignasala á aðalfundi sem fram fór í gær.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ný stjórn félags fasteignasala var kosin á aðalfundi Félags fasteignasala í gær. Hannes Steindórsson, fasteignasali á Lind fasteignasölu, var kjörinn formaður félagsins og tekur hann við formennskunni af Kjartani Hallgeirssyni.

Auk Hannesar voru Monika Hjálmtýsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Aron Freyr Eiríksson og Ólafur Már Ólafsson kjörin í stjórn félagsins. Þá voru Sólveig Regína Biard og Snorri Sigurðarsson kjörin varamenn í stjórn.

Hannes Steindórsson, nýkjörin formaður Félags fasteignasala, kveðst í samtali við Viðskiptablaðið spenntur fyrir því að taka við formennsku í félaginu. „Það er mikill heiður að hafa verið kjörinn formaður félagsins. Ég hef setið í stjórn félagsins í fimm ár, fyrst sem stjórnarmaður og síðar varaformaður. Ég hef því öðlast talsverða reynslu af stjórnarsetu í félaginu. Mér fannst því tilvalið næsta skref að bjóðast til að verða formaður og geta haldið áfram að vinna að málum sem stjórnin hefur verið að vinna að undanfarið. Það eru nokkur verkefni sem fráfarandi formaður skildi eftir fyrir okkur í nýrri stjórn til að klára og ég hlakka til að sigla þeim verkefnum heim ásamt öðrum stjórnarmönnum.“

Hannes segir Félag fasteignasala fara sí stækkandi. Síðustu ár hafi verið fullt í nám til löggildingar fasteigna- og skipasala og 70 til 100 fasteignasalar útskrifist úr náminu á ári hverju.