Skilanefnd Glitnis mun geta krafið Hannes Smárason um 400 milljónir króna vegna sjálfskuldarábyrgðar sem hann gekkst undir þegar FI fjárfestingar, sem hétu áður Fjárfestingafélagið Primus ehf., fékk tvö kúlulán hjá bankanum í lok árs 2007. Lánin standa nú í um 4,7 milljörðum króna.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en FI fjárfestingar var tekið til gjaldþrotaskipta á föstudag.

Fram kemur að skilanefnd Glitnis höfðaði mál á hendur Hannesi og félaginu vegna lánanna tveggja. Í febrúar var félaginu gert að greiða skilanefndinni 4,7 milljarða króna vegna þessa. Dómurinn staðfesti auk þess fyrsta veðrétt í atvinnuhúsnæði Hannesar að Faxafeni 12 og fimm sumarbústaðalóðum sem hann átti við Illagil í Grafningi.

Sjá frétt Fréttablaðsins.

Hannes Smárason
Hannes Smárason
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)