Skólarnir hafa verið brautryðjendur í sjálfstæðum rekstri á  leik-, grunn- og háskólastigi og vilja með samstilltu átaki efla rannsóknir og þekkingu á menntun og uppeldismálum enn frekar.

Í samstarfinu verður lögð áhersla á rannsóknir á sviðum menntunar, menntastefnu, uppeldis- og þroskasálfræði. Sérstaklega verða rannsökuð viðfangsefni sem tengjast stefnu og starfsemi menntastofnana á leik- og grunnskólastigi.

HR mun stuðla að uppbyggingu þekkingarseturs á sviði menntamála, uppeldis- og þroskasálfræði með aðstöðu, þekkingu starfmanna, tengingu við nemendur sem og kynningu á tækifærum fyrir verðandi doktorsnema og mögulega samstarfsaðila erlendis.  Hjallastefnan mun m.a. veita starfsmönnum HR sem vinna að ofangreindum rannsóknum aðgengi að gögnum og þekkingu sem Hjallastefnan kann að búa yfir og stutt geta rannsóknarvinnuna. Rannsóknirnar munu að mestu leyti verða stundaðar innan sálfræðisviðs HR.

Rík áhersla er lögð á að í rannsóknasamstarfinu muni fræðilegt frelsi rannsakenda vera virt sem og hlutleysi HR varðandi háskólamenntun og rannsóknir.