Útlit er fyrir að á þessu ári ljúki uppboðsferli á hátt i 300 fasteignum á Suðurnesjum hjá sýslumanninum í Keflavík. Morgunblaðið segir að þetta sé meiri fjöldi en verið hefur síðustu ár. Elstu málin hafi verið í meðferð hjá Íbúðalánasjóði, bankastofnunum, sveitarfélögum og fleiri aðilum í um tvö ár, en þau yngstu séu frá því siðsumars.

Í gær voru 14 eignir boðnar upp í Sandgerði og Garði og að óbreyttu verða yfir 60 eignir til viðbótar boðnar upp í vikunni á Suðurnesjum. Sjötíu íbúðir voru seldar á uppboði á svæðinu í október.

Í fyrra lauk 283 uppboðsmálum með útgáfu afsals hjá Sýslumanninum í Keflavík, 265 árið 2011 og 283 árið 2010.