Heildarvísitala þorsks mældist mun hærri en undanfarin ár í nýafstöðnu haustralli Hafrannsóknastofnunar.

Er vísitalan nú sú hæsta frá því að þessar haustrannsóknir hófust árið 1996, rúmlega 10% hærri en hún var árin 1998 og 2004.

Fyrstu vísbendingar benda til að árgangurinn frá 2008 sé sæmilegur að stærð.

Stofnmælingin í ár gefur bjartari horfur um ástand þorskstofnsins en svipaða mynd og stofnmælingar síðustu ára hvað varðar magn og útbreiðslu annarra nytjastofna, segir í frétt Hafrannsóknastofnunarinnar.

Sjá nánar frétt á vef Hafró, HÉR .