Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, segir að rannsóknir bendi ekki til að samband hafi verið á milli gengi krónunnar og vaxtamunar við útlönd.

Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar á hagfræðisviði Seðlabankans, segir að hækkun gengisins á árunum fyrir hrun hafi ekki síður verið þeim að kenna sem auglýstu ágæti og styrk íslenska hagkerfisins á árinu 2005. Þetta kom fram á málstofu um peningastefnu Seðlabanka Íslands í aðdraganda hrunsins. Þar kynnti Ásgeir rannsóknarniðurstöður sínar á fylgni vaxta og gengi íslensku krónunnar fyrir hrun.

Svarar gagnrýnisröddum

Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa peningastefnu Seðlabankans fyrir hrun eru hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson, Friðrik Már Baldursson, Jón Daníelsson og Gylfi Zoega. Þá er hávaxtastefnan gagnrýnd í rannsóknarskýrslu Alþingis. Gagnrýnin hefur meðal annars verið sú að háir vextir hafi leitt til styrkingar krónunnar og þannig aukið þenslu vegna kaupmáttaraukningar. Með hávaxtastefnu hafi Seðlabankinn stuðlað að innflæði erlends fjármagns í formi vaxtamunarviðskipta.

Það hefur einnig verið gagnrýnt að með orðum sínum hafi Seðlabankinn boðið krónueigendum sölutryggingu, það hafi hann gert með yfirlýsingum sínum um að vextir yrði hækkaðir enn frekar ef krónan veiktist.

-Nánar í Viðskiptablaðinu.