„All good things come to an end,“ segir danskennarinn landskunni Heiðar Ástvaldsson, sem rak samnefndan dansskóla, þ.e. Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar, í meira en hálfa öld. Fram kom í Lögbirtingablaðinu í vikunni að skólinn hafi verið afskráður hjá Hlutafélagaskrá í júlí.

Heiðar, sem fagnar 77 ára afmæli í október, segir í samtali við VB.is ekkert hafa kennt í vetur fyrir utan smotterí við Kópavogsskóla. Það ætli hann að gera áfram en sé að öðru leyti hættur að kenna fólki dans eins og hann hefur gert um áratuga skeið.

Heiðar segir orð bandaríska hershöfðingjans Douglas MacArthur eiga jafnvel við í stríði og danski. „Old soldiers never die; they just fade away,“ segir Heiðar og telur tugi þúsunda hafa lært sporin hjá sér í gegnum tíðina. Nemendurnir hafi samt aldrei verið taldir fyrir utan að það hafi verið gert eftir einn veturinn. Þá voru þeir tíu þúsund.

„Ég held að enginn muni toppa þetta,“ segir Heiðar.