Endurreisn Íslandsbanka hefur tekist vel og bankinn er í dag í heilbrigðum og öflugum rekstri. Þetta kom meðal annars fram í máli Birnu Einarsdóttur bankastjóra á Fjármálaþingi Íslandsbanka sem fór fram í fyrradag. Hún sagði að umfangsmikil vinna við endurskipulagningu væri að skila sér og gæði eignasafns bankans færu batnandi. Yfir 200 manns mættu á þingið sem haldið var á Hótel Nordica. Þingið sátu forsvarsmenn fyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann og ýmsir aðilar úr atvinnulífinu.

Á þinginu kynnti Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Spáð er 1,7% hagvexti í ár og 2,6% á næsta ári. Þá er spáð þrálátri verðbólgu eða 4% á næsta ári. Einnig fjallaði Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis, um stöðu fyrirtækisins í nýjum veruleika en það er nú þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims.

Fjármálaþing ÍSB
Fjármálaþing ÍSB
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fjármálaþing ÍSB
Fjármálaþing ÍSB
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fjármálaþing ÍSB
Fjármálaþing ÍSB
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)